Cerastium cerastoides

Ættkvísl
Cerastium
Nafn
cerastoides
Íslenskt nafn
Lækjafræhyrna (Lækjanarfi)
Ætt
Caryophyllaceae (Hjartagrasaætt)
Samheiti
Cerastium lapponicum CrantzCerastium trigynum Vill.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex við læki, lindir, uppsprettur, dýjum og í snjódældum til fjalla.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Vaxtarlag
Stönglar eru skriðulir, flestir nokkuð jarðlægir, með uppsveigðum, fáblóma greinum, 3-10 sm á hæð. Stönglar og bikarar nokkuð kirtilhærðir.
Lýsing
Blöðin eru mjó, ljósgræn og oftast hárlaus, gagnstæð, aflöng eða lensulaga, snubbótt, blaðpörin oftast bæði beygð út til sömu hliðar.Blómin hvít, 7-10 mm í þvermál. Blómleggir með einni hárrák. Krónublöðin 7-8 mm á lengd, sýld. Bikarblöðin, um 5 mm á lengd og himnurend. Fræflar 10 og með gulum frjóhirslum. Frævan ein með þrem til fjórum stílum, sjaldnar fimm. Blómgast hvítum blómum í júní-júlí. 2n = 38.LÍK/LÍKAR: Auðgreind frá músareyra og vegarfa á hliðsveigðum, hárlausum blaðpörum og færri stílum.
Heimildir
1,2,3, 9, HKr.
Reynsla
= Dichodon cerastoides (L.) Rchb., Icon. Fl. Germ. Helv. 5 : 34 (1842) in Vascular Plants of Russia and Adjacent Countries.
Útbreiðsla
Mjög algeng um land allt, einkum til fjalla.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N N Ameríka, N Evrópa.