Cerastium glomeratum

Ættkvísl
Cerastium
Nafn
glomeratum
Íslenskt nafn
Hnoðafræhyrna
Ætt
Caryophyllaceae (Hjartagrasaætt)
Samheiti
Cerastium apetalum Dumort.Cerastium brachycarpum StapfCerastium viscosioides P. CandargyCerastium vulgatum L.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í rökum, sendnum jarðvegi við vegi eða laugar.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.15-0.30 m
Vaxtarlag
Einær fremur sjaldgæf, gulgræn, mjúkt langhærð jurt. Stönglar greindir með kirtilhárum ofan til.
Lýsing
Blöðin sporbaugótt eða egglaga, randhærð, broddydd.Blómin hvít, mörg saman í þéttum kvíslskúf, hvert 5-10 mm í þvermál.. Krónublöðin á lengd við bikarblöðin en hýðið helmingi lengra en þau. Öll plantan kirtilhærð og límkennd viðkomu. Aldin gljáandi með sérkennilega gullgulum blæ. Blómgast í júní.Lík/Líkar: Áþekk vegarfa & músareyra (sjá vegarfa).
Heimildir
1,2,3,9,HKr
Útbreiðsla
Víða á Suður og Suðvesturlandi, en sjaldgæf eða ófundin annars staðar.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Ástralía, Asía, Ameríka og víðar.