Chamerion latifolium

Ættkvísl
Chamerion
Nafn
latifolium
Íslenskt nafn
Eyrarrós
Ætt
Onagraceae (Eyrarrósarætt)
Samheiti
Epilobium latifolium L. Chamerion subdentatum (Rydb.) A.& D. Love Chamaenerion latifolium (L.) Sweet
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex á áreyrum og í árgljúfrum, oft í stórum breiðum. Stundum í lausum skriðum og klettum til fjalla.
Blómalitur
Rauðfjólublár
Blómgunartími
Júlí-ág.
Hæð
0.15-0.25 (-0.40) m
Vaxtarlag
Upp af jarðstönglum vaxa margir, smádúnhærðir, blaðmargir stönglar,15-25(-40) sm á hæð.
Lýsing
Blöðin eru þykk, blágræn, gagnstæð, lensulaga, snögghærð, heilrend eða með óglöggar, gisnar tennur, 20-40 mm löng og 4-10 mm á breidd. Blómin rauðfjólublá, stór, fjórdeild, 3-4 sm í þvermál, yfirsætin í fáblóma klasa. Krónublöðin öfugegglaga allt að 3 sm á lengd. Bikarblöðin dökkrauðblá, lensulaga, oddmjó, gis- og stutthærð. Fræflar 8 og ein afar löng (3-6 sm) fjórblaða, fíndúnhærð, rauð fræva með einum stíl. Aldin er 6-7 sm hýði sem er allgilt og myglugrátt á litinn. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Sigurskúfur. Eyrarrósin er mun lægri og með stærri blóm og blómfærri blómklasa.Ath.: Gamla nafn eyrarrósar Epilobium latifolium L. er enn löggilt í sumum nafnagrunnum, t.d. í IOPI (USDA 1996).
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
?Fræullina má nota til þess að stoppa með föt, spinna úr henni eða hafa í kveiki. Marin blöð voru lögð yfir opin sár, því að hún er samandragandi. Seyði af henni læknar höfuðverk, stillir blóðnasir og blóðgang og þurrkaðar rætur henmar lækna blóðuppgang, að því sagt er í gömlum ritum.? (Ág. H.)
Útbreiðsla
Allvíða um land, einkum á hálendinu og meðfram ám, tiltölulega sjaldgæf á Norðvestanverðu landinu. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, tempraða Asía, N Ameríka ov.