Coeloglossum viride

Ættkvísl
Coeloglossum
Nafn
viride
Íslenskt nafn
Barnarót
Ætt
Orchidaceae (Brönugrasaætt)
Samheiti
Coeloglossum purpureum SchurHabenaria viridis (L.) R. Br.Orchis viridis L.Peristylus viridis Lindl.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í lyngmóum, hvömmum, gilbollum, móum og kjarrlendi, algengari til fjalla en á láglendi.
Blómalitur
Gulgrænn
Blómgunartími
Júní-júlí (ág.)
Hæð
0.12-0.25 m
Vaxtarlag
Forðaræturnar djúpt handskiptar, rótgreinar gildar og hnöllóttar ofan til. Stönglar með 3-5 blágrænum blöðum, uppréttir og hárlausir, 12-25 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin bogstrengjótt, efstu stöngulblöðin mjólensulaga en hin neðri breiðari, oddbaugótt eða öfugegglaga, yfirleitt breiðust við miðju, 1,5-2 sm í þvermál og silfurgljáandi á neðra borði.Blómin yfirsætin, í nokkuð þéttum endastæðum klasa á stöngulendum. Stoðblöðin græn, jafnlöng og blómin. Öll fimm blómhlífarblöðin, að vörinni undantekinni, verða í sameiningu að hvelfdri hjálmkrónu. Ytri blómhlífarblöðin þrjú, egglaga, rauðbrún eða fjólublámenguð, 4-6 mm löng og 2-3 mm breið. Tvö innri blómhlífarblöðin vísa upp, 1 mm á breidd, snubbótt í endann, en eitt blaðið (vörin) vísar niður, 7-8 mm langt, þríflipað í endann og er miðflipinn stystur. Frævan er undir blómhlífinni, aflöng og snúin. Aldin með fjölmörgum, örsmáum fræjum. Sporinn mjög stuttur og víður, oft með dálítilli laut í botninn. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Friggjargras & hjóna¬gras. Barnarótin þekkist frá þeim á því að neðri vörin vísar niður og blómin eru rauðbrún.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algeng um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norðurhvel (