Comarum palustre

Ættkvísl
Comarum
Nafn
palustre
Íslenskt nafn
Engjarós
Ætt
Rosaceae (Rósaætt)
Samheiti
Potentilla palustris (L.) Scop.; Argentina rubra Lam.; Comarum angustifolium Raf.; Comarum digitatum Raf.;Comarum rubrum Gilib.; Fragaria palustris (L.) Crantz; Pancovia angustifolia Raf. Pancovia palustris Raf.; Potentilla angustifolia Raf.; Potentilla comariformis St.-Lag.; Potentilla comarum Nestl.; Potentilla digitata Raf.; Potentilla rubra Haller f.; Potentilla palustris var. parvifolia (Raf.) Fernald & B.H.Long; Potentilla palustris var. villosa (Pers.) Lehm.;
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í votlendi, engjum, mýrum og grunnum tjörnum.
Blómalitur
Rauðbrúnn-brúnsvartur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10-0.40 m
Vaxtarlag
Skriðulir jarðstönglar, langir og hálftrénaðir. Stönglar uppsveigðir, dökkir og trénaðir,10-40 sm á hæð.
Lýsing
Skriðulir jarðstönglar, langir og hálftrénaðir. Stönglar uppsveigðir, dökkir og trénaðir,10-40 sm á hæð. Blöðin dökkgræn á efra borði en blágrágræn og smáhærð á neðra borði, stakstæð. Neðstu blöðin eru stakfjöðruð en efri stöngulblöðin fingruð. Smáblöðin 5 (sjaldan 7) oddbaugótt eða öfugegglaga, reglulega gróftennt og þéttstæð. Axlablöðin löng og ná upp á miðjan blaðstilkinn. Blómleggir úr blaðöxlum, mislangir, sveigðir og greinóttir. Blómin fimmdeild. Krónublöðin rauðbrún eða brúnsvört, helmingi styttri en bikarblöðin. Utanbikarblöð mjó, þau innri stór (8-12 mm), dökkrauð að innanverðu og ydd. Bikar- og krónublöð falla ekki af fyrr en aldin eru fullþroskuð. Fræflar margir með dumbrauðar frjóhirslur. Margar litlar frævur á kúptum blómbotni. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Engar. Auðþekkt á blómum og blöðum.Í eldri flórum sem Potentilla palustris (L.) Scop. og sumar heimildir halda enn fast í það gamla heiti.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
Ekki er vitað um neinar verulegar nytjar af plöntunni, en hins vegar ber hún mörg nöfn, enda setur hún mikinn svip á votlendið. Nokkur þau helstu eru: Blóðsóley, fimmfingragras, fimmlaufungur, horsóley (sennilega dregið af því, að hey er lélegt, þar sem engjarós vex), kóngshattur, krosslauf, mýratág og þrifablaðka. Lita má ull rauða með jurtinni. (Ág. H.)
Útbreiðsla
Algeng um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, N Ameríka og Evrópa