Comastoma tenellum

Ættkvísl
Comastoma
Nafn
tenellum
Íslenskt nafn
Maríuvendlingur
Ætt
Gentianaceae (Maríuvandarætt)
Samheiti
Comastoma dichotomum (Pall.) HolubGentiana dichotoma Pall.Gentiana tenella Rottb.Gentianella dichotoma (Pall.) Harry Sm.Gentianella tenella (Rottb.) BörnerLomatogonium tenellum (Rottb.) A
Lífsform
Einær jurt
Kjörlendi
Vex í þurrum óræktarmóum, grónum grundum og völlum, einkum meðfram lækjum og ám.
Blómalitur
Ljósfjólublár
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05-0.15 m
Vaxtarlag
Einær jurt með marga granna dökka uppsveigða stöngla, 5-15 sm á hæð. Öll plantan er meira eða minna blámenguð. Stönglar og greinar eru blaðlausar ofan til.
Lýsing
Blöðin, hárlaus, lítil, gagnstæð, oddbaugótt eða egglaga, oft blámenguð. Blómin ljósbláleit eða fjólublá, um 1 sm á lengd, krónan oftast fjórdeild, klofin 1/4 til 1/3 niður og hvítleitir þræðir eru áberandi í blómgininu. Bikarinn er rúmlega helmingi styttri en krónan, klofinn nær niður í gegn, fliparnir breiðlensulaga til oddbaugóttir. Fræflar fjórir til fimm. Ein fræva. Aldin er sívalt, aflangt hýði sem klofnar í toppinn við þroskun. Blómgast í júní-júlí. Lík/líkar: Dýragras & gullvöndur. Maríuvendlingur er auðgreindur frá báðum þessum tegundum á bikarblöðunum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Er víða í innsveitum og inn á hálendið, einkum fyrir norðan, annars sjaldgæf. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Evrópa, Grænland, Indland, Mexíkó, Rússland, N Ameríka.