Corallorhiza trifida

Ættkvísl
Corallorhiza
Nafn
trifida
Íslenskt nafn
Kræklurót
Ætt
Orchidaceae (Brönugrasaætt)
Samheiti
Corallorhiza innata R. Br.Corallorhiza neottia Scop.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í mögru mólendi, hálfdeigjum og kjarri.
Blómalitur
Dökkmóleitur - gulhvítur, fjólubláar dröfnur,
Blómgunartími
Júní-júlí(ág)
Hæð
0.08-0.15 m
Vaxtarlag
Móbrún, nær blaðgrænulaus jurt. Jarðstönglar afar sérkennilega marggreindir, mjög kræklóttir, hjárótalausir, greinarnar stuttar og hnöllóttar. Stöngullinn móleitur, með nokkrum blöðkulausum, móbrúnum blaðslíðrum sem víkka í munnann, 8-18 sm á hæð. Ekki auðvelt að koma auga á hana í náttúrunni.
Lýsing
Blómin yfirsætin, fremur óásjáleg, nokkur saman í gisnum klasa efst á stönglinum um 7 mm á lengd. Blómin tvö til átta, gulleit með ljósleitri, dálítið ljósbládröfnóttri vör. Ytri blómhlífarblöðin dökkmóleit. Innri blómhlífarblöðin gulgrænleit eða gulhvít með fjólubláum dröfnum, tvö blöð af þeim innri vísa upp og eitt (vörin) vísar niður. Frævan undir blómhlífinni. Aldinin oddbaugótt, með fjölmörgum, örsmáum fræjum, 7-10 mm á lengd. Enginn spori. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Allalgeng um allt land, en vex mjög strjált.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Arktísk tegund, vex um allt Norðurhvel, pólhverf; Grænland, Kanada, N Ameríka, Evrópa, Asía.