Crepis paludosa

Ættkvísl
Crepis
Nafn
paludosa
Íslenskt nafn
Hjartafífill
Ætt
Asteraceae (Körfublómaætt)
Samheiti
Basionym: Hieracium paludosum L.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex einkum á mjög snjóþungum stöðum, einkum í krikum undir börðum eða í gilbrekkum.
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júlí-ág.
Hæð
0.40-0.70 m
Vaxtarlag
Hávaxin fífiltegund með ógreindum, blöðóttum, köntuðum stöngli, sem minnir nokkuð á suma undafífla.
Lýsing
Stöngulblöð allmörg, ljósgræn, greypfætt, blaðkan tennt, með hjartalaga, grunni. Blómin allstór, um 3 sm í þvermál. Engin pípukróna. Tungukrónur gullgular, Reifablöðin í tveim krönsum, dökk með svörtum hárum í skemmtilegum kontrast við blómin. Blómgast í júlí-ágúst.
Heimildir
9, HKr
Útbreiðsla
Sjaldgæfur, hefur aðeins fundist í útsveitum við Eyjafjörð.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, ílend eða sem slæðingur víða t.d. í N Ameríku.