Cryptogramma crispa

Ættkvísl
Cryptogramma
Nafn
crispa
Íslenskt nafn
Hlíðaburkni
Ætt
Cryptogammaceae (Hlíðaburknaætt)
Samheiti
Acrostichum crispum (L.) Vill.Allosorus crispus (L.) Röhl.Blechnum crispum Hartm.Onoclea crispa (L.) Hoffm.Osmunda rupestris Salisb.Polypodium crispum (L.) RothPteris crispa (L.) All.Struthiopteris crispa (L.) Wallr.
Lífsform
Fjölær burkni (gróplanta)
Kjörlendi
Vex í bröttum, grýttum hlíðum og urðum.
Hæð
0.05 - 0.15 (-0.20) m
Vaxtarlag
Upp af láréttum jarðstönglum vaxa margskipt blöð sem mynda þéttar þyrpingar ljósgulgrænna blaða. Stönglar uppsveigðir eða uppréttir, 8-20 sm á hæð.
Lýsing
Grólausu blöðin eru stutt með breiðum flipum, langstilkuð, ljósgræn, margskipt, þrífjöðruð, 3-7 sm á lengd. Smábleðlar þriðju gráðu fjaðursepóttir. Gróbæru blöðin lengri, með mjóum flipum, flipar með niðurorpnum röðum, sem gróblettirnir liggja undir. Engin gróhula. 2n = 60.LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=200003465
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæfur. Þessi sérkennilegi burkni hefur aðeins fundist á tveim stöðum á Vestfjörðum, en þar er töluvert magn af honum á hvorum stað.Önnur náttúrleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Evrópa og Asía.