Vex í graslendi, lyngbrekkum og kjarrlendi. Víða í sumum landshlutum t.d. norðanlands, annars staðar sjaldséð.
Blómalitur
Purpurarauður
Blómgunartími
Júní-júlí
Vaxtarlag
Stönglar blöðóttir, 4-10 blöð á hverjum stöngli, efstu blöðin minni 15-25 sm.
Lýsing
Blöðin gráleit á neðra borði en græn á því efra með dökkum blettum. Blöð við grunn lensulaga, stór, 6-10 sm á lengd og 1-2 sm á breidd, greipfætt, hárlaus, allbreið og breiðust framan til, snubbótt. Blöðin smækka eftir því sem ofar dregur á stöngul og verða háblaðkennd, mjó, lensulaga-striklaga, og ydd.Blómskipun klasi. Blómin purpurarauð óregluleg. Fimm af blómhlífarblöðunum vísa upp en stærsta krónublaðið vísar niður og myndar neðri vör. Neðri vör með dökkrauðum dröfnum og rákum, þríflipuð að framan, með tveim ávölum, breiðum hliðarsepum, og einum mjóum miðsepa. Frævan snúin og gárótt undir blómhlífinni, þar sem blómin eru yfirsætin. Sporinn sívalur, nokkru styttri en egglegið. Blómgast í júní-júlí.LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9
Útbreiðsla
Allvíða um landið, einkum í útsveitum, en vantar sums staðar alveg.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norðurhvel (N Ameríka, Evrópa, Asía), Kyrrahafseyjar, Ástralía, Nýja Sjáland og víðar.