Danthonia decumbens

Ættkvísl
Danthonia
Nafn
decumbens
Íslenskt nafn
Knjápuntur
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
Basionym: Festuca decumbens L.Synonym(s): Bromus decumbens (L.) KoelerMelica decumbens (L.) WeberMelica rigida WibelPoa decumbens (L.) Scop.Sieglingia decumbens (L.) Bernh.Triodia decumbens (L.) P. Beauv.
Lífsform
Fjölær grastegund
Kjörlendi
Vex í frjóu graslendi.
Blómgunartími
Júlí-ág.
Hæð
0.05 - 0.30 m
Vaxtarlag
Fjölær, þýfð grastegund. Stráin upprétt eða útsveigð 5–30 sm á hæð með 1-3 knjáliðum.
Lýsing
Lauf að mestu við grunn. Laufin flöt eða uppvafin,; 5–25 sm á lengd og 2–4 mm á breidd.Blómin í punti með (3–)4–9(–11) frjóum smáöxum. Punturinn þéttur, línulaga eða aflangur, 2–7 sm á lengd með tiltölulega fáum smáöxum. Fræflar 3, 0.2–0.5 mm á lengd og standa ekki út úr blóminu.
Heimildir
2,9, HKr, http://www.mun.ca/biology/delta/arcticf/_ca/www/podeal.htm
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæfur, aðeins fundinn á einum stað í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Tegundin er á válista og friðuð.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Afríka, tempraða Asía, Ástralía, Nýja Sjáland, N Ameríka og S Ameríka.