Deschampsia alpina

Ættkvísl
Deschampsia
Nafn
alpina
Íslenskt nafn
Fjallapuntur
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
D. cespitosa (L.) P. Beauv. ssp. alpina (L.) Tzvelev
Lífsform
Fjölær grastegund
Kjörlendi
Vex í deigum og grýttum flögum, á rökum klettasyllum eða í graslendi, einkum til fjalla. Algeng um land allt.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10 - 0.40 m
Vaxtarlag
Þúfur með stuttum og stinnum blöðum, sem eru oft uppundin og snörp á efra borði, 20-40 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin 2-4 mm breið, mjög snörp, skarprifjuð. Slíðurhimnan 5-6 mm á lengd.Puntgreinarnar eru oft langar og fíngerðar og sléttar. Punturinn blaðgróinn, 10-20 sm hár. Smáöxin tvíblóma, það efra blaðgróið. Axagnirnar 4-7 mm á lengd, himnukenndar. Neðri axögnin eintauga, sú efri þrítauga. Neðri blómögn með baktýtu sem er fest við miðja blómögnina. Löng hár umhverfis blómagnirnar. Blómgast í júní-júlí. Myndar aldrei fræ, en smáöxin verða fljótt blaðgróin og mynda litlar en sjálfstæðar jurtir, sem falla af og festa rætur. Í USDA sem Deschampsia cespitosa subsp. alpina (L.) Tzvelev;LÍK/LÍKAR: Þekkist á stórum, blaðgrónum punti, blöðin eins og á snarrótarpunti.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.mun.ca/biology/delta/arcticf/_ca/www/podeal.htm
Útbreiðsla
Algengur um land allt, bæði á láglendi og til fjalla.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norðurhvel