Diapensia lapponica

Ættkvísl
Diapensia
Nafn
lapponica
Íslenskt nafn
Fjallabrúða
Ætt
Diapensiaceae (Fjallabrúðuætt)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í grýttum, fremur rökum lyngjarðvegi uppi á brúnum eða bungum hátt til fjalla.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.04-0.08 m
Vaxtarlag
Lágvaxin, fjölær jurt sem vex alltaf í mjög þéttum, hvelfdum þúfum. Blaðstönglar margir saman á sömu rót, greinóttir og blaðþéttir, uppréttir eða uppsveigðir.
Lýsing
Blöðin sígræn, stinn og gljáandi í þéttum hvirfingum, oft á mörgum, blómlausum blaðsprotum, heilrend, aflöng eða spaðalaga, snubbótt, fremur þykk og leðurkennd, hárlaus og með niðurbeygðum jöðrum, 5-10 mm á lengd. Blöðin oft meira eða minna dumbrauð á litinn með grænu ívafi.Blómin fimmdeild, hvít, 10-12 mm í þvermál og stök á stöngulendum á gulgrænum blómleggjum. Krónublöð um 1 sm á lengd. Bikarblöðin snubbótt, gulgræn eða rauðmenguð með mjóum himnujaðri. Fræflar 5 og ein þríblaða fræva með löngum stíl. Aldin hýði, með mörgum smáum fræjum. Blómgast í júní-júlí. 2n = 12.LÍK/LÍKAR: Í raun engar. Þó geta blöðin minnt á blöð sauðamergs (auðvelt að aðgreina í blóma) og blómin eru lík blómum þúfusteinbrjóts, en frá honum er fjallabrúðan auðþekkt á blöðunum.
Heimildir
1,2,3,9 HKr
Útbreiðsla
Fjallabrúðan hefur mjög sérstæða útbreiðslu á Norðurlandi og finnst einkum í 700-800 m hæð í fjöllum nærri ströndinni. Nýlega hefur hún fundist á Skagafjarðarhálendinu langt inni í landi. Ekki í öðrum landshlutum.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norðurhvel, arktísk; Grænland, Kanada, N Ameríka, Evrópa, Asía.