Draba incana

Ættkvísl
Draba
Nafn
incana
Íslenskt nafn
Grávorblóm
Ætt
Brassicaceae (Krossblómaætt)
Samheiti
Draba confusa Ehrh.Draba stylaris KochDraba incana subsp. pyrenaea O. Bolós & VigoDraba incana subsp. thomasii (Koch) Arcangeli
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í mólendi, þurru valllendi, brekkum og melum, finnst einnig á röskuðum svæðum t.d. í vegköntum.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0.08-0.20 m
Vaxtarlag
Stönglar yfirleitt fleiri en einn, loðnir, uppréttir, stinnir, þéttblöðóttir einkum neðan til, yfirleitt greindir ofan til, 8-20 sm á hæð. Öll jurtin meira eða minna gráhærð.
Lýsing
Flest blöðin í þéttri reglulegri blaðhvirfingu við grunn. Grunnblöðin oddbaugótt eða lensulaga og mjókka að grunni meira eða minna tennt. Stöngulblöðin styttri og breiðfættari, oddbaugótt eða lensulaga, gróftennt, 8-20 mm á lengd. Blómin hvít, fjórdeild, nokkur saman í klasa á stöngulendum. Krónublöðin lítið eitt útsveigð, 3-4 mm á lengd. Bikarblöðin græn eða fjólubláleit, aflöng-sporbaugótt og himnurend, Fræflar sex og ein fræva. Aldinin mjóoddbaugótt, 6-9 mm á lengd, 2-3 mm á breidd, með skýrum miðstreng á hliðinni, stundum hærð. Blómgast í maí-júní. LÍK/LÍKAR: Hagavorblóm. Grávorblóm auðþekkt á þéttblöðóttum stönglum og reglulegi og þéttari blaðhvirfingum við grunn.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algeng um land allt, utan við miðhálendið.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, Kína, Evrópa, N Ameríka, Grænland, Kanada og víðar.