Draba nivalis

Ættkvísl
Draba
Nafn
nivalis
Íslenskt nafn
Héluvorblóm
Ætt
Brassicaceae (Krossblómaætt)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í grýttum jarðvegi uppi á rindum, vörðum, eða klettum.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.02-0.06 m
Vaxtarlag
Stönglar fíngerðir, uppréttir eða uppsveigðir, margir saman, aðeins 2-6 sm á hæð. Stönglar yfirleitt blaðlausir, eða með einu heilrendu blaði. Öll jurtin hélugrá af þéttum, stuttum stjarnhárum.
Lýsing
Blöðin öll í stofnhvirfingu, nær heilrend, lensu- eða spaðalaga, randháralaus, en þéttloðin örstuttum kvísl- og stjörnuhárum, 3-4 mm á lengd og 2-2,5 mm á breidd. Blómin fjórdeild, hvít, fá saman í stuttum, blómfáum klasa efst á stönglum. Krónublöðin 2-3 mm á lengd. Bikarblöðin innan við 2 mm, græn eða fjólubláleit, sporbaugótt og himnurend. Fræflar 6 og ein fræva. Skálpar, litilir, mjóoddbaugóttir, hárlausir eða gishærðir, 4-5 mm á lengd, og 1-1,5 mm á breidd. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Hagavorblóm. Héluvorblóm er mun sjaldgæfara og þekkist best á hélugrárri blaðhvirfingu og því að grunnblöðin eru hlutfallslega styttri og breiðari.
Heimildir
1,2,3,9
Útbreiðsla
Víða til fjalla á Norðurlandi en er fremur sjaldséð annars staðar. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Arktísk, vex um norðurhvel suður að ca. 61° N. Er t.d. í Norgegi, N Rúsllandi og N Ameríku.