Draba gredinii E.Ekman,1933, Sv. Bot. Tidskr. 27: 102.1933.Draba alpina sensu Á.Löve & D.Löve (1975), non L. (1753).
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex á melum og rindum til fjalla, mest á háfjöllum Norðan- og Austanlands.
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.02-0.05 m
Vaxtarlag
Stönglar uppréttir eða skástæðir, yfirleitt blaðlausir og meira eða minna hærðir, 2-5 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin þéttstæð við grunn, með greinilegum miðstreng, heilrend, oddbaugótt eða breiðlensulaga, randhærð og oft kvíslhærð á blaðfletinum. Blómin gul, hlutfallslega stór en fá saman á stöngulendum. Krónublöðin öfugegglaga, 3-4 mm á lengd. Bikarblöðin um 2 mm, sporbaugótt, með himnufaldi. Fræflar 6 og ein fræva. Skálpar flatir og breiðir, 4-5 mm á lengd, og 2-3 mm á breidd, oddbaugóttir á útstæðum leggjum. Blómgast í júlí. 2n = 64LÍK/LÍKAR: Alveg auðþekkt í blóma, annars torgreind frá hagavorblómi. Fjallavorblómið er með styttri, breiðari skálpa og blaðflöturinn er oftast minna hærður eða hárlaus.
Heimildir
1,2,3,9 HKr
Útbreiðsla
Fremur sjaldgæf tegund sem heldur sig helst við þann hluta hálendisins sem hefur hvað landrænast loftslag.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: