Draba praecox Stev.Erophila spathulata A.F. LangErophila verna (L.) Bess.Erophila verna subsp. praecox (Stev.) S.M. WaltersErophila verna subsp. spathulata (A.F. Lang) S.M. WaltersDraba verna var. aestivalis Lej.Draba verna var. boerhaavii Van HallDraba verna var. major Stur
Lífsform
Einær jurt
Kjörlendi
Vex á lítt grónum melum og börðum, í þurrum brekkum og sendnum görðum, í einstaka tilfellum við hús og bæi.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
(apríl) Maí (júní)
Hæð
0.02-0.05 m
Vaxtarlag
Smávaxin, fíngerð, einær jurt með fáum blöðum í stofnhvirfingu. Upp úr hvirfingu vaxa margir grannir, uppréttir eða uppsveigðir, ógreindir stönglar 3-15 sm á hæð. Stönglarnir án hára og ekki blöðóttir. Jurtin er örsmá (2-5 sm) þegar hún blómgast en lengist síðan smátt og smátt eftir því sem líður á vaxtartímabilið.
Lýsing
Blöðin öll í stofnhvirfingu, lensulaga eða oddbaugótt, mjókka að grunni, heilrend eða fátennt og yfirleitt dálítið kvíslhærð, 5-12 á lengd og 2-4 mm á breidd.Blómin fjórdeild, hvít, legglöng, fremur smá í fínlegum, löngum klösum á greinaendum. Krónublöðin klofin í enda niður undir miðju, 2-4 mm á lengd. Bikarblöðin sporbaugótt, gishærð, græn og oft fjólublá á jöðrum, 1,5-2 mm á lengd. Fræflar sex og ein fræva sem verður við þroska að oddbaugóttum, 4-6 mm löngum og 2-2,5 mm breiðum skálp. Blómhlífin langæ og lykur oft um skálpinn þar til hann er fullþroska eða því sem næst. Blómgast í apríl-maí. Fræ spíra á haustin og þær blaðhvirfingarnar sem lifa af veturinn blómgast síðan snemma næsta vor.LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Víða um norðan- og norðaustanvert landið en sjaldséðari og jafnvel ófundin annars staðar. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. beltið á norðurhveli jarðar; N Ameríka, Evrópa, Asía