Eleocharis acicularis

Ættkvísl
Eleocharis
Nafn
acicularis
Íslenskt nafn
Efjuskúfu (vatnsnæli, tjarnaskúfur)
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Scirpus acicularis Linnaeus, Sp. Pl. 1: 48. 1753; Eleocharis acicularis var. gracilescens Svenson; E. acicularis var. occidentalis Svenson; E. acicularis var. porcata S. G. Smith; E. acicularis var. submersa (Nilsson) Svenson
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í leirefju við síki, tjarnir og á grunnum vatnsflæðum. Allvíða á sunnan- og norðanverðu landinu, sjaldséð eða ófundin annarsstaðar t.d. á miðhálendinu.
Blómgunartími
Ág. - sept.
Hæð
0.02 - 0.08 m
Vaxtarlag
Örsmá jurt með ferstrend strá, mörg saman og mjög fíngerð, 2-8 sm á hæð. Þykkt jarðstöngla 0.25-0.5 mm.
Lýsing
Blöðin þráðlaga, 2-3 sm löng og 0.2 mm breið. Aðeins eitt örsmátt stofnstætt blað, um 2 mm langt. Tvíblóma ax á stráendanum. Axið ytt, egglaga. Axhlífarnar brúnar, rauðbrúnar eða dökkbrúnar, himnurendar með grænum miðstreng. Blómhlífarblöðin af líkri gerð. Þrír fræflar, ein fræva með þrjú fræni. Neðri hluti stílsins er gildari en efri hlutinn, langær og greindur með þverskoru frá hnotinni. Hnotin langgárótt, öfugegglaga og gulleit. Blómgast í ágúst-september. 2n = 20.LÍK/LÍKAR: Fitjaskúfur & alurt. Efjuskúfurinn er miklu fíngerðari en fitjaskúfur og með smærra axi. Alurt líkist efjuskúf óblómguð en er með heldur breiðari og stinnari blöð.
Heimildir
1,2,3,9, Hkr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357729
Útbreiðsla
Allvíða á flæðum við vötn og ár. Á Vestfjörðum aðeins fundinn við jarðhita í Reykjarfirði nyrðri.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, S Ameríka, Evrópa, Asía og trúleg ílend í Ástralíu.