Eleocharis palustris

Ættkvísl
Eleocharis
Nafn
palustris
Íslenskt nafn
Vatnsnál
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Scirpus palustris Linnaeus, Sp. Pl. 1: 47. 1753; Eleocharis smallii Britton
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex á votlendi, í tjörnum og síkjum með grunnu vatni. Algeng um land allt.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.20 - 0.70 m
Vaxtarlag
Skriðull, grófur jarðstöngull með stinnum, sívölum og grasgrænum stráum. Stráin sívöl, hol, með blöðkulausum blaðslíðrum neðst, 20-70 sm á hæð. Slíðrin rauðbrún, það efsta með skástæðu opi og grænt við munnann.
Lýsing
Öxin brún eða rauðbrún um 1-1,8 sm á lengd á stöngulendum. Tvær snubbóttar, himnuendar axhlífar neðan undir axinu, með grænni miðtaug, og feðma hvor um sig utan um axgrunninn til hálfs. Stoðblöð blómanna rauðbrún, oddmjó. Í stað blómhlífar eru sex burstar. Sex fræflar. Frævan með stút í toppinn og tvö fræni. Stíllinn greindur frá eggleginu með þverskoru, gildari að neðan en ofantil. Fullþroskað aldin er með löngum, keilulaga toppi. Blómgast í júní-júlí. 2n = 16, 17, 36.LÍK/LÍKAR: Vætuskúfur. Vætuskúfur líkist mjög vatnsnál en vex frekar í mýrum, einkum nærri sjó. Hann er heldur smærri með styttra ax. Má greina á því að neðri axhlífin feðmir alveg utan um axfótinn, en á vatnsnál aðeins að hálfu á móti efri axhlífinni.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=220004641; http://www.pfaf.org/database/plants.php?Eleocharis+palustris
Útbreiðsla
Algeng á láglendi um allt land en þó fremur sjaldséð á norðanverðum Vestfjörðum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Mexíkó, Evrópa, Asía, Nýja Sjáland.