Eleocharis quinqueflora

Ættkvísl
Eleocharis
Nafn
quinqueflora
Íslenskt nafn
Fitjaskúfur
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Scirpus quinqueflorus Hartmann, Primae Lin. Inst. Bot. ed. 2, 85. 1767; E. fernaldii (Svenson) Á. Löve; E. pauciflora (Lightfoot) Link; E. pauciflora var. fernaldii Svenson; E. quinqueflora subsp. fernaldii (Svenson) Hultén
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í deigum jarðvegi á lækjarbökkum og klettasyllum, stundum í mýrum.
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0.05 - 0.20 m
Vaxtarlag
Stráin oftast fá saman í smátoppum, en sjaldan einstæð, sívöl, venjulega bein og slétt með tveim slíðrum. Neðra slíðrið rauðbrúnt eða móleitt með skásettu opi, hið efra grænt með þveru opi. Stönglar blaðlausir, 5-18 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin öll stofnstæð, mjó og löng, sívöl, grópuð eða gárótt. Öxin einstæð á stráendum, dökkbrún, egglaga, 3-7-blóma, örstutt (5-7 mm), dökkbrún. Axhlífarnar dökkbrúnar, egglaga, með kili, og greipar sú neðsta alveg um axið, odddregnar og ná upp fyrir mitt axið. Sex burstar eru í stað blómhlífar. Blómburstirnar jafnlangar og eða aðeins styttri en hnotin, sem en gljáalaus. Þrír fræflar, frævan með þrem frænum. Aldin litlar, gulleitar þrístrendar hnetur, hver um 2 mm á lengd. Blómgast í maí-júní.LÍK/LÍKAR: Blómsef. Fitjaskúfurinn þekkist á blöðkulausum blaðslíðrum og 6 burstum umhverfis aldinið.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242101140
Útbreiðsla
Algengur, víða um land á láglendi en sjaldséðari á miðhálendinu. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, Evrópa, Asía.