Elytrigia repens

Ættkvísl
Elytrigia
Nafn
repens
Íslenskt nafn
Húsapuntur
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
Agropyron caesium J.Presl & C.Presl; Agropyron repens (L.) P.Beauv.; Agropyron sachalinense Honda; Elymus repens (L.) Gould;
Lífsform
Fjölær grastegund
Kjörlendi
Vex við bæi og í kauptúnum í frjóum, djúpum moldarjarðvegi. Flokkaður sem fjölært illgresi sem erfitt er að uppræta, þar sem hann nær að stinga sér niður í garða og garðlönd.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.40 - 0.80 m
Vaxtarlag
Skriðular, marggreindar, ljósar eða hvítar jarðrenglur, skríður nokkuð hratt við bestu skilyrði. Stráin upprétt eða uppsveigð, gisstæð og stinn, 40-80 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin oftast flöt, 5-9 mm á breidd og nokkuð stinn, græn eða með blárri slikju. Engin slíðurhimna.Samaxið grænt, 8-15 mm langt á stráendum. Axagnirnar og neðri blómagnirnar lensulaga, yddar, týtulausar eða með mjög stuttri týtu. Smáöxin lensulaga, þrí- til fimmblóma, axagnirnar yddar, fjór- til fimmtauga og 7-10 mm á lengd. Neðri blómögn 12-18 mm á lengd, týtan rúmum helmingi styttri en ögnin. Blómgast í júní-júlí. Skráð sem Elymus repens (L.) Gould - í BfN - FloraWeb DB, 2003 og mörgum öðrum heimildum einnig.LÍK/LÍKAR: Kjarrhveiti og bláhveiti. Húsapunturinn þekkist best á hinum löngu, greindu jarðrenglum og styttri týtu.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, Clayton, W.D., Harman, K.T. and Williamson, H. (2006 onwards). GrassBase - The Online World Grass Flora. http://www.kew.org/data/grasses-db.html. [accessed 09 Feb. 2007]; http://www.pfaf.org/database/plants.php?Elytrigia+repens
Reynsla
“Seyði af rótinni talið uppleysandi og þvagdrífandi og því gott við harðlífi séu einn til tveir bollar drukknir af því fjórum sinnum á dag. Í hallærum má nota rótina í stað mjöls og einnig er hún allgott kýrfóður”. (Ág.H.)
Útbreiðsla
Algengur um land allt, einkum í byggð.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Arktísk, Evrópa, Asía, N Ameríka, Ástralía, Nýja Sjáland, Kanada, S Ameríka