Empetrum nigrum

Ættkvísl
Empetrum
Nafn
nigrum
Ssp./var
ssp. hermaphroditum
Höfundur undirteg.
(Hagerup) B¢cher, Meddel. Gr¢nland 147(9): 35. 1952.
Íslenskt nafn
Krummalyng
Ætt
Empetraceae (Lyngættin)
Samheiti
Basionym: Empetrum hermaphroditum HagerupSynonym(s): Empetrum hermaphroditum HagerupEmpetrum eamesii subsp. hermaphroditum (Hagerup) D. Löve
Lífsform
Dvergrunni, sígrænn
Kjörlendi
Vex í lyngmóum, á melum, í mosaþembum og jafnvel í mýrlendi.
Blómalitur
Rauður
Blómgunartími
Apríl, maí, júní
Hæð
0.05-0.12 m
Vaxtarlag
Jarðlægur, sígrænn smárunni með skriðulum eða uppsveigðum, rauðbrúnum, blöðóttum greinum 5-12 sm á hæð. Sprotarnir trjákenndir og blaðlausir neðan til en þéttblöðóttir til enda.
Lýsing
Blöðin sígræn, þéttstæð, nær stilklaus, aflöng – striklaga, snubbótt, 4-6 mm á lengd og um 1,5 mm á breidd, þykk og með niðurorpnar blaðrendur sem mynda einskonar hólk og því er áberandi hvít rönd á neðra borði þar sem blaðrendurnar koma saman. Í holrúminu geymist raki, svo að plantan þolir bæði mikla sól, hörkufrost og vindasama veðráttu jafnt sumar sem vetur.Blómin eru þrídeild, örsmá og lítt áberandi, umkringd nokkrum kringlóttum, rauðum háblöðum. Krónublöðin dökkrauð, spaðalaga, um 2-2,5 mm á lengd, útsveigð yfir íhvolf bikarblöðin sem eru móleit, og nær kringlótt. Fræflarnir þrír, dökkblárauðir og standa langt út úr blóminu, hver 5-7 mm á lengd. Ein fræva sem verður að berkenndu steinaldini með 6-9 litlum steinum við þroska. Aldinið í fyrstu grænt, síðan verður það rautt og að lokum svart við þroskun, 5-8 mm í þvermál. Berin eru vel æt, má borða fersk og eru einnig gjarnan notuð í sultu, hlaup og/eða saft. Blómgast í apríl-maí. Krækilyngi er skipt í 2 deilitegundir hérlendis:a) Empetrum nigrum ssp. nigrum sem er með einkynja blóm og finnst aðeins á láglendi.b) Empetrum nigrum ssp. hermaphroditum sem er með tvíkynja blóm og grófari blöð. Þessi deilitegund er miklu algengari hérlendis, bæði til fjalla og á láglendi. Hún ber stærri krækiber og hanga fræflarnir venjulega enn á þeim þegar þau eru þroskuð.LÍK/LÍKAR: Bláklukkulyng. Óblómgað bláklukkulyng líkist krækilyngi en blöðin þó heldur grófari, en í blóma er það auðþekkt.Löglega nafnið er Empetrum hermaphroditum Hagerup in BfN skv. FloraWeb DB, 2003.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Berin eru etin og eru talin kælandi og lítið eitt herpandi. Mauk er ott búið til úr berjum svo og saftir. Þau þykja góð við þorsta og hita. Láta má lög af berjum gerja og sjóða lítið eitt af horblöðku með. Hvít krækiber hafa fundist á fáeinum stöðum”. (Ág.H.)
Útbreiðsla
Algeng um land allt og þá ekki síst til fjalla.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Arktísk, Kanada, N Ameríka, Evrópa (sérstakl. Skandinavía)