Nokkuð breytileg tegund með grófum, hvítum jarðstöngli. Fjölmargar jarðlægar renglur með gulleitum lágblöðum vaxa út frá stofni jarðstöngulsins. Stönglar strendir, með tveim hárrákum eftir endilöngu, 10-40 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin gagnstæð, dökkgræn og þykk, hárlaus, egglaga og flest langydd og hvassydd með smáum og misstórum tönnum, 2-3,5 sm á lengd og 1-2 sm á breidd.Blómin rauðfjólublá, fjórdeild, 8-10 mm á lengd. Bikarblöð helmingi styttri, rauð eða grænleit. Fræflar 8 og ein fjórblaða, hárlaus 3-7 mm fræva undir blómhlífinni, sem klofnar í fjórar ræmur við þroska. Fræ með hvítum svifhárum. Blómgast í júní - júlí. LÍK/LÍKAR: Heiðadúnurt. Lindadúnurtin er kröftugri, með oddmjórri blöð, stærri blóm og yfirleitt með jarðrenglur sem bera hreisturkennd blöð. Mýradúnurt er með lík blóm en blöðin eru mikið mjórri á henni.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algeng um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, Evrópa, landnemi í N Ameríku