Epilobium ciliatum

Ættkvísl
Epilobium
Nafn
ciliatum
Ssp./var
ssp. ciliatum
Íslenskt nafn
Vætudúnurt
Ætt
Onagraceae (Eyrarrósarætt)
Samheiti
Epilobium adenocaulon Hausskn.Epilobium americanum Hausskn.Epilobium dominii PopovEpilobium rubescens Rydb.Epilobium adenocaulon subsp. rubescens (Rydb.) Hiitonen
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex sem slæðingur í skurðum, á ruðningum, ruslahaugum eða í graslendi.
Blómalitur
Rauðfjólublár
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.3-0.8 m
Vaxtarlag
Jurt, 30-80 sm. Stönglar gáróttir, stutthærðir. Slæðingur.
Lýsing
Blöðin stilklaus, reglulega fíntennt, mjóegglaga eða oddbaugótt, 3-7 sm á lengd og 1-2,5 sm á breidd, gagnstæð neðan til á stönglinum en oft stakstæð ofar. Blómin rauðfjólublá. Krónan 8-12 mm á lengd. Bikarblöð 3-4 mm á lengd, dökkrauð. Fræflar 8. Eitt kylfulaga, óklofið fræni, frævan neðan undir blómhlífinni, 2-6 sm á lengd og klofnar við fræþroska í fjórar ræmur. Fræin með löngum, hvítum svifhárum. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Runnadúnurt. Runnadúnurt (Epilobium montanum) er sjaldgæfur slæðingur sem líkist vætudúnurt en þekkist á stuttstilkuðum, djúptenntum blöðum og fjórklofnu fræni.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Allvíða. Barst til landsins um 1955 og er nokkuð útbreidd á Suðvesturlandi og um Eyjafjörðinn og er orðin ílend á þeim stöðum. Fremur sjaldgæf annars staðar enn sem komið er. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N og S Ameríka, Evrópa, Ástralía og viðar.