Epilobium collinum

Ættkvísl
Epilobium
Nafn
collinum
Íslenskt nafn
Klappadúnurt
Ætt
Onagraceae (Eyrarrósarætt)
Samheiti
Epilobium carpetanum Willk.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í klettum, klöppum, gilbrekkum og melum, einkum móti suðri.
Blómalitur
Rauðfjólublár
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.05-0.12 (-0.20) m
Vaxtarlag
Mjóir, ógreindir eða lítt greindir, sívalir stönglar, jafnhærðir hringinn í kring, 5-12 (-20) sm á hæð.
Lýsing
Blöðin gagnstæð, greinilega gistennt með misstórum, allhvössum tönnum, mjóegglaga til egglensulaga, snubbótt, efri blöðin oft hærð á neðra borði, einkum miðtaugin.Blómin rauðfjólublá, um 5 mm í þvermál og 7-8 mm á lengd. Bikarblöðin rauð eða græn. Fræflar 8. Frænið klofið í fjóra hluta, frævan 2-3 sm á lengd, loðin, situr neðan undir yfirsætinni blómhlífinni. Blómgast í júlí.LÍK/LÍKAR: Auðþekkt frá öðrum dúnurtum á sívölum jafnhærðum stöngli, skarptennt¬um snubbóttum blöðum og fjórskiptu fræni.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algeng um sunnanvert landið, annars fremur sjaldséð. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa