Epilobium hornemannii

Ættkvísl
Epilobium
Nafn
hornemannii
Íslenskt nafn
Heiðadúnurt
Ætt
Onagraceae (Eyrarrósarætt)
Samheiti
Epilobium foucaudianum H.Lév.Epilobium uralense Rupr.Epilobium hornemannii var. foucaudianum (H.Lév.) Hara
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex til heiða og fjalla, einkum þar sem væta er t.d. meðfram lækjum, í lindabollum og við uppsprettur og dý.
Blómalitur
Rauður-rauðfjólublár
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.08-0.15 (-0.25) m
Vaxtarlag
Heiðadúnurt er auðþekkt á grænum, stuttum jarðrenglum, án þykkra hreisturblaða. Stönglar strendir, tvíhliðhærðir. Hæð 8-15 (-25) sm.
Lýsing
Blöðin hárlaus, gagnstæð, egglaga eða sporbaugótt, oftast ávöl fyrir endann, smátennt eða nær heilrend, 1-2,5 sm á lengd og 0,5-1,2 sm á breidd.Blómin rauð, fjórdeild, 5-7 mm á lengd. Bikarblöð um helmingi styttri en krónublöð, rauð¬ eða grænleit. Fræflar 8 og ein rauð fjórblaða fræva. Frævan hárlaus 2,5-4 sm og klofnar í fjórar ræmur við þroska. Fræ með löngum, hvítum svifhárum. Blómgast í júní-júlí.LÍK/LÍKAR: Lindadúnurt. Heiðadúnurt er með styttri og fíngerðari jarðrenglur, blómin heldur minni og blöðin minna tennt og ávalari fyrir endann. Ljósadúnurt líkist henni einnig en hún er mun ljósgrænni og með hvít blóm.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Nokkuð algeng inn til heiða víða um land, mjög sjaldgæf eða ófundin á láglendi suðurlands.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Kanada, temp. Asía, Evrópa