Epilobium palustre

Ættkvísl
Epilobium
Nafn
palustre
Íslenskt nafn
Mýradúnurt
Ætt
Onagraceae (Eyrarrósarætt)
Samheiti
Epilobium tundrarum Sam.Epilobium lineare Muhl.Epilobium oliganthum Michx.Epilobium pylaieanum Fern.Epilobium wyomingense A. Nels.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í mýrlendi innan um starir, í votlendi, skurðum og við læki og dý.
Blómalitur
Rauðfjólublár
Blómgunartími
Júlí-ág.
Hæð
0.12-0.30 m
Vaxtarlag
Stönglar 12-30 sm, nokkuð jafnhærðir og sívalir.
Lýsing
Blöðin gagnstæð, heilrend eða gistennt, mjólensulaga, oft nær striklaga, 3-7 mm á breidd og 2-4 sm á lengd, a.m.k. þau efri lítið eitt hærð. Myndar grannar, jarðlægar renglur með hnöttóttum rauðum laukknöppum á endanum að hausti. Blómin eru rauðfjólublá, krónublöðin 7-9 mm á lengd. Bikarblöð nokkru styttri, rauð eða græn. Fræflar fjórir og ein fjórblaða fræva með einu óskiptu, kylfulaga fræni. Frævan 4-6 sm á lengd, loðin, klofnar í fjórar ræmur við þroskun. Fræ með hvítum svifhárum. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Auðþekkt frá öðrum dúnurtum á heilrendum, mjóum blöðum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algeng um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, N Ameríka, Asía