Equisetum fluviatile

Ættkvísl
Equisetum
Nafn
fluviatile
Íslenskt nafn
Fergin (tjarnelfting)
Ætt
Equisetaceae (Elftingarætt)
Samheiti
Equisetum heleocharis Ehrh. Equisetum limosum L. quisetum lacustre Opiz Equisetum maximum Lam. Equisetum uliginosum H. L. Mühl. ex Willd.
Lífsform
Fjölær gróplanta
Kjörlendi
Vex í tjörnum, síkjum, mýrum, blautum flóum og víðar, oft í miklum breiðum. Algeng um land allt.
Hæð
0.30-0.80 m
Vaxtarlag
Djúplægir, víðskriðulir, greindir jarðstönglar. Af þeim vaxa allgildir ofanjarðarstönglar, uppréttir, blöðóttir, liðskiptir, sívalir með víðu miðholi, greinalausir eða með fáum, stuttum, sívölum greinum, 30-80 sm á hæð.
Lýsing
Oft litlir sem engir greinakransar en séu þeir fyrir hendi eru greinar 4-7 strendar, stuttar og strjálar. Tennt, jafnvíð slíður er við hvern stöngullið. Tennur reglulegar, mjóar, sýllaga, svartar, með mjóum himnujaðri, oftast 12-14, oddmjóar, oftast með móleitu belti undir liðskiptingunni. Gróöx endastæð á grænum stönglum, snubbótt í toppinn. Axleggir gildir og stuttir en stundum eru öxin legglaus.LÍK/LÍKAR: Eski. Ferginið er mun mýkra og með mun víðara miðhol, reglulegri og varanlegri slíðurtennur og vex í blautara landi.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algengt um allt land, síst hátt til fjalla og strjált á Vestfjörðum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norðurhvel; Evrópa, Asía, N Ameríka.