Equisetum hyemale

Ættkvísl
Equisetum
Nafn
hyemale
Íslenskt nafn
Eski
Ætt
Equisetaceae (Elftingarætt)
Samheiti
Equisetum komarovii IljinHippochaete hyemalis (L.) Bruhin
Lífsform
Fjölær gróplanta
Kjörlendi
Vex í margs konar gróðurlendi, móum, deiglendi, skriðum, söndum og jafnvel í mýrum. Algengt um land allt.
Hæð
0.20-0.30 m
Vaxtarlag
Jurt með skriðulum, greindum, jarðstönglum. Upp af þeim vaxa grannir (1-2mm í þvermál), liðskiptir, fimm- til áttstrendir, harðir, sígrænir, grænir eða gráleitir stönglar með mjóu miðholi, greindir neðan til, 20-30 sm á hæð.
Lýsing
Tennt, uppvíð slíður við hvern lið, dökk til enda. Slíðurtennur lensulaga með örmóum broddi sem fellur af með aldrinum, 5-8 alls, svartar í miðju með breiðum, hvítleitum himnufaldi á jöðrum og svart belti er áberandi undir tönnunum. Gróaxið endastætt, svart eða móleitt, oddmjótt í endann. LÍK/LÍKAR: Eski. Beitieskið er miklu grennra en eski og með þrengra miðhol í stönglunum, uppvíðum stöngulslíðrum og færri og varanlegri slíðurtönnum. Mýrelfting getur einnig líkst beitieski en hún hefur skarpari slíðurtennur, oftast fleiri greinar og engan odd upp úr gróaxinu eins og beitieskið.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Smáeski og móaeski eru önnur nöfn á tegundinni.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Mjög algengt um allt land. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: