Equisetum palustre

Ættkvísl
Equisetum
Nafn
palustre
Íslenskt nafn
Mýrelfting
Ætt
Equisetaceae (Elftingarætt)
Samheiti
Equisetum arenarium OpizEquisetum nodosum HoppeEquisetum tuberosum Hectot ex DC.
Lífsform
Fjölær gróplanta
Kjörlendi
Vex í rökum jarðvegi, á engjum og mýrum.
Hæð
0.20 - 0.40 m
Vaxtarlag
Jarðstöngullinn gljáandi svartir, skriðulir. Ofanjarðarstönglarnir grasgrænir eða grágrænir með mjóu miðholi, stórgáróttir liðskiptir, sívalir, með liðskiptum, kransstæðum greinum, 2-3 mm í þvermál, oft sexstrendir, 20-40 sm á hæð.
Lýsing
Stönglar oftast með jafnlöngum og uppstæðum greinum með gljáandi svörtum slíðrum, oft jafngildar og aðalstöngullinn. Tennt, uppvíð slíður við hvern lið, 6-8 slíðurtennur á stönglum. Tennur þríhyrndar, grænar eða brúnar, mósvartar í oddinn með breiðum hvítum himnufaldi. Greinarnar strjálar, oftast stuttar, sljóstrendar með 5-6 gárum og jafnmörgum slíðurtönnum, brúnum í oddinn. Slíðurtennur greina þríhyrndar með skammæjum broddi. Gróöx toppstæð, grænsvört, oftast legglöng og leggmjó. LÍK/LÍKAR: Beitieski & Klóelfting. Mýrelfting þekkist á færri, sljórri og fleiri köntum á greinunum, færri greinum, og gróaxi á enda grænu sprotanna. Mýrelfting er allbreytileg tegund, stundum nær greinalaus og líkist þá fergini.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Ef hún er slegin snemma og vel verkuð, þykir hún sæmilegt fóður handa sauðfé. Grunur leikur þó á að hún geti valdið slæmum sjúkdómum, sé hún gefin eingöngu”. (Ág.H.)
Útbreiðsla
Algeng um land allt, nema hátt til fjalla. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. beltið, N Ameríka, Evrópa, Asía