Equisetum pratense

Ættkvísl
Equisetum
Nafn
pratense
Íslenskt nafn
Vallelfting
Ætt
Equisetaceae (Elftingarætt)
Samheiti
Allostelites pratense (Ehrh.) BörnerEquisetum drummondii Hook.Equisetum umbrosum G. Mey. ex Willd.
Lífsform
Fjölær gróplanta
Kjörlendi
Vex í þurru mólendi og valllendi en myndar einnig undirgróður í kjarri og skógum. Algeng um land allt.
Hæð
0.10-0.25 m
Vaxtarlag
Djúplægir, víðskriðulir, greindir jarðstönglar. Ofanjarðarstönglarnir liðskiptir, sívalir, gáróttir, með liðskiptum, kransstæðum greinum.
Lýsing
Gróbæru stönglarnir myndast snemma, nokkurn veginn samtímis þeim grólausu, móleitir og greinalausir fyrst, en grænka eftir gróþroska og greinast einkum ofan til. Gróöx um 1-2 sm á lengd og gróbærir stönglar um 8-10 sm á hæð og 4 mm í þvermál, ljósmóbrúnir. Gróstönglaslíðrin trektlaga, blá- eða grágræn.Grólausu stönglarnir 2-3 mm í þvermál, grágrænir, sívalir, liðskiptir, gáraðir og fínnöbbóttir, með liðskiptum, þrístrendum, kransstæðum greinum, 15-25 sm á hæð. Tennt slíður við hvern lið, slíðurtennur 10-16, með breiðum, hvítum himnufaldi, svartar í miðju. Slíðrið grænt undir tönnunum. Greinarnar einnig 10-16 í kransi, láréttar eða lítið eitt niðursveigðar, skarpþrístrendar, ógreindar, oftast þrjár slíðurtennur á greinunum. Neðsti liður greinanna styttri en stöngulslíðrið, sé skoðað um miðjan stöngulinn eða neðar. LÍK/LÍKAR: Klóelfting. Klóelftingin er með grófari og meira uppvísandi greinar en vallelftingin. Lengdarhlutfall neðsta greinliðar og stöngulslíðurs er einnig gott til aðgreiningar sé það skoðað á miðjum stöngli.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Líklegt er að tegundinni sé oft ruglað saman við klóelftingu, enda var verkun þeirra talin lík”. (Ág.H.)
Útbreiðsla
Algeng um allt land nema á miðhálendinu og hátt til fjalla. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Arktísk, temp. beltið; Evrópa, N Ameríka, M & N Asía