Eriophorum scheuchzeri

Ættkvísl
Eriophorum
Nafn
scheuchzeri
Íslenskt nafn
Hrafnafífa (einhneppa)
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Eriophorum altaicum Meinshausen; E. capitatum Host; E. scheuchzeri var. tenuifolium Ohwi
Lífsform
Fjölær einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í ýmiss konar votlendi, skurðum, blautum flögum, mýrum, við uppsprettur, læki og tjarnir.
Blómgunartími
Maí-júní-júlí
Hæð
0.20 - 0.30 m
Vaxtarlag
Þéttar þyrpingar stráa upp af skriðulum jarðstönglum. Stráin eru sívöl og nokkuð gild, upprétt eða uppsveigð, með stuttum blöðum, 20-30 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin eru slétt og flöt í oddinn. Stráblöðin eru stutt og efsta blaðið oft blöðkulaust. Blöðin mjó (1-2 mm), fremur þykk og grópuð neðan til en flöt til enda. Blóm á stráenda í endastæðu, stuttu axi, fífuhnoðrinn er hnöttóttur í fyrstu en síðar nokkru breiðari en hann er langur. Blómin umkringd hvítum eða gulleitum hárum í stað blómhlífar. Fífan umlukin nokkrum oddmjóum, dökkbrúnum, himnukenndum axhlífum, glærum neðan til en dökkbrúnum efst. Þrír fræflar, frjóhirslur gular og fremur stuttar (1-2 mm). Frævan með löngum stíl og þríklofnu fræni. Hárin stutt í fyrstu en lengjast mikið við aldinþroskun og verða að 2-3 sm löngum svifhárum. Blómgast í maí-júní. 2n = 58.LÍK/LÍKAR: Klófífa. Hrafnafífa er auðþekkt einni fífu og mjórri blöðum sem eru fullvaxin flöt til enda en ekki þrístrend. Klófífa með nokkrar fífur saman (2-4) og blöðin þrístrend til enda.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242101141
Reynsla
?Nafnið einhneppa er nýgervingur til aðgreiningar frá marghneppu. Sennilegt er, að nafnið hundafífa eigi fremur við þessa tegund en klófífuna og í því felist niðrandi merking, því að erfiðara er að snúa kveiki úr hrafnafífu en klófífu?.
Útbreiðsla
Algeng um land allt, bæði á láglendi og til fjalla.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Grænland, Evrópa, Asía.