Festuca rubra

Ættkvísl
Festuca
Nafn
rubra
Ssp./var
ssp. richardsonii
Höfundur undirteg.
(Hook.) Hultén - Acta Univ. Lund., n.s. 38: 246, map 178c (1942)
Íslenskt nafn
Túnvingull
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
Festuca kirelowii Steud. Syn. Pl Glum. 1:306.1854.Festuca rubra subsp. kirelowii (Steud.) Tzvelev, in Fl. Sev.-Vost. Evrop. Chasti SSSR, 1:180. 1974.Festuca richardsonii Hooker, Fl. Bor.-Amer. 2: 250. 1840.Festuca eriantha Honda (1928), Bot. Mag. (Tokyo) 42: 145. 1928.Fetuca cryophila V.I.Krecz. & Bobrov in Kom., Fl. SSSR 2: 519. 1934.F. rubra L. var. arenaria auct., non (Osbeck) Fr. (1818).
Lífsform
Fjölær grastegund (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex í söndum, melum, túnum, mólendi, frjóu graslendi og í hálfdeigjum.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10 - 0.60 m
Vaxtarlag
Lausþýfð, skriðular renglur, stráin upprétt, allgróf, mjúk og hárlaus, 20-60 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin blágræn, löng og mjó (0,5-1 mm), grópuð, grunnblöðin +/- loðin á neðra borði en stráblöðin oftast hárlaus.Punturinn oftast grár eða grágrænn, grannur, 3-8 sm á lengd. Smáöxin yfirleitt loðin, fremur stór, 8-12 mm á lengd, oftast 5-8 blóma. Axagnirnar oddhvassar, mislangar, 3-6 mm,. Neðri blómögnin loðin, 5-tauga, endar í hvössum oddi. Blómgast í júní-júlí.LÍK/LÍKAR: Blöðin líkjast blöðum blávinguls og bugðupunts. Þekkist best á margblóma smáöxum, með loðnum, yddum ögnum. Þekkist óblómgaður frá blávingli á hinum löngu renglum, en frá bugðupunti á grópuðu efra borði og blágrænni blöðum. 2n = 42
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.mun.ca/biology/delta/arcticf/_ca/www/poferi.htm
Reynsla
= Festuca rubra L. subsp. arctica (Hack.) Govor. according to Flora of the Canadian Arctic Archipelago.Red Fescue (Festuca rubra) is related to Arctic Fescue and they are often regarded as the same species. Red Fescue is introduced and widespread. It has been grown for many years in cultivated homefields, seeded along recently constructed roads, and for restoration of eroded land. It has longer, reddish culms, larger and slightly nodding panicle compared to the native fescue, also less hairy to glabrous spikelets.
Útbreiðsla
Mjög algengur um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. beltið nyðra.