Festuca rubra

Ættkvísl
Festuca
Nafn
rubra
Ssp./var
ssp. rubra
Íslenskt nafn
Rauðvingull
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
Festuca rubra subsp. juncea (Hack.) SooFestuca rubra var. juncea (Hack.) RichterFestuca rubra var. megastachys auct. non (Gaudin) HegiFestuca rubra var. genuina Hack.
Lífsform
Fjölær grastegund (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Hann er innfluttur og orðinn útbreiddur víða um land, enda mikið sáð í tún og til uppgræðslu meðfram þjóðvegum
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.15 - 0.90 m
Vaxtarlag
Er náskyldur túnvingli. Þessi erlendi vingull hefur lengri og rauðari strá, örlítið lotinn, stærri og gisnari punt en íslenski túnvingulinnl.
Lýsing
Öxin 6-14 sm, opin, axagnirnar snoðnar eða létthærðar en ekki hvítleitar. Neðri blómögn með greinilegri týtu.Lík/líkar: Túnvingull
Heimildir
9, HKr, Clayton, W.D., Harman, K.T. and Williamson, H. (2006 onwards). GrassBase - The Online World Grass Flora. http://www.kew.org/data/grasses-db.html. [accessed 05 feb. 2007]
Útbreiðsla
Var innfluttur til sáningar í tún, meðfram vegum og til landgræðslu. Er mest í grennd við bæi og með þjóðvegum.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía, Nýja Sjáland, N og S Ameríka