Festuca vivipara

Ættkvísl
Festuca
Nafn
vivipara
Íslenskt nafn
Blávingull
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
Festuca supina subsp. vivipara (L.) K. Richt.
Lífsform
Fjölær grastegund (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Kjörlendi: Vex á þurrlendi og harðbalajörð, á melum, hæðarkollum, mólendi og í flögum.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10 - 0.20 (-0.40) m
Vaxtarlag
Plantan reglulaus og vex í þéttum þúfum. Punturinn er ætið blaðgróinn, 10-40 sm á hæð. Allbreytileg tegund.
Lýsing
Öll blöð bláleit, mjórri en stráið, blöðin í þéttum toppum, fremur stutt, og grópuð. Engar skriðular renglur.Punturinn er fremur stuttur, 2-5 sm, alltaf blaðgróinn. Smáöxin oftast brúnfjólublá eða rauðfjólublá, ýmist hærð eða hárlaus. Agnirnar ætíð týtulausar. Blómgast í júní-júlí. Lík/Líkar. Túnvingull. Líkur túnvingli þekkist á blaðgrónum dökkfjólubláum, smáöxum. Túnvingull er auk þess með langar, skriðular renglur.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, Clayton, W.D., Harman, K.T. and Williamson, H. (2006 onwards). GrassBase - The Online World Grass Flora. http://www.kew.org/data/grasses-db.html. [accessed 05 feb. 2007]
Reynsla
Resembles Arctic Fescue when not in flower, but easily distinguished by the viviparous panicle.
Útbreiðsla
Mjög algeng um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, temp. Asía, N Ameríka.