Galeopsis tetrahit

Ættkvísl
Galeopsis
Nafn
tetrahit
Íslenskt nafn
Garðahjálmgras
Ætt
Lamiaceae (Varablómaætt)
Samheiti
Galeopsis praecox JordanGaleopsis reichenbachii Reuter
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Sjaldgæfur slæðingur sem vex gjarnan í grennd við bæi og er allvíða í görðum.
Blómalitur
Rauðfjólublár
Blómgunartími
Júlí
Vaxtarlag
Stönglar 15-30 (-50) sm, ferstrendir, uppréttir, stinnhærðir og með kirtilhárum ofan til.
Lýsing
Blöðin hlutfallslega stór, gagnstæð og stilkuð. Blaðkan reglulega gróftennt, 2-5 sm á lengd, egglaga til tígullaga og hærð báðum megin. Blómin einsamhverf, mörg saman í blaðöxlum. Blómin rauðfjólublá, krónan pípulaga, 12-18 mm á lengd, varaskipt, bogin ofan til, með hvítum áberandi hárum. Bikarblöð klofin að miðju eða dýpra í 5 þornkennda brodda. Fræflar fjórir. Frævan í botni bikarsins og ferkleyft aldin myndast við þroska. Blómgast í júlí.LÍK/LÍKAR: Þekkist frá öðrum tvítönnum á grófari hæringu og oddhvassari blöðum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Nýttir plöntuhlutar: Blöðin.Söfnun: Á sumrin fyrir blómgun.Virk efni: Slímefni, barksýrur, olíur og sápungar. Áhrif: Barkandi, þvagdrífandi og slímlosandi úr öndunarfærum.Notkun: Garðahjálmgras er einstaklega gott til að losa slím úr öndunarfærum og er mikið notað gegn slæmum hósta.Jurtin er talin góð við blóðleysi og fleiri kvillum í blóði. Garðahjálmgrasið hefur löngum verið notað til að styrkja miltað.Skammtar: Urtaveig. 1:5, 25% vínandi, 1-5 ml þrisvar á dag. Te 1:10, 1 dl þrisvar á dag - eða 1-2 tsk:1 bolli af vatni, drukkið þyisvar á dag. Garðahjálmgrassúpa, ung blöðin soðin í 15-20 mínútur er mjög styrkjandi og hreinsandi fyrir blóðið.Börn þurfa minni skammta, sjá kafla um börn.”
Útbreiðsla
Slæðingur sem fundist hefur víða um land allt frá 1846 og er sums staðar ílendur.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa (hefur slæðst víðar)