Galium boreale

Ættkvísl
Galium
Nafn
boreale
Íslenskt nafn
Krossmaðra
Ætt
Rubiaceae
Samheiti
Galium hyssopifolium Hoffm.Galium septentrionale Roemer & SchultesGalium strictum Torr.Galium boreale subsp. septentrionale (Roemer & J.A. Schultes) HaraGalium boreale subsp. septentrionale (Roemer & J.A. Schultes) IltisGalium boreale var. hyssopifolium (Hoffmann) DC.Galium boreale var. intermedium DC.Galium boreale var. linearifolium Rydb.Galium boreale var. scabrum DC.Galium boreale var. typicum G. Beck
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í margs konar mólendi, skógarbotni, móum, bölum og snögggrónum brekkum.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.08-0.30 m
Vaxtarlag
Jarðstönglar eru marggreinóttir, mjóir og langir með rauðbrúnum berki. Ofanjarðarstönglar ferstrendir með upphleyptum köntum, uppréttir eða skástæðir, 8-30 sm á hæð. Plantan er öll hárlaus.
Lýsing
Blöðin kransstæð, fjögur saman, misstór, 2 löng og 2 stutt, á stönglunum, lensulaga, snubbótt en breikka að grunni, 8-18 mm á lengd, með þrem strengjum að endilöngu og er miðstrengurinn þeirra stærstur.Blómin fjórdeild, hvít, sætilmandi, mörg saman á marggreindum, samsettum blómskipunum úr efri blaðöxlunum. Krónan samblaða, 2,5-3,5 mm í þvermál, djúpklofin með krossstæðum, útréttum flipum. Bikarblöðin örsmá, krókhærð. Fræflar fjórir, ein fræva með tveim stílum. Aldinið tvíkleyft, krókhært klofaldin. Blómgast í júlí.LÍK/LÍKAR: Hvítmaðra og laugamaðra áþekkar. Við nánari skoðun er krossmaðran auðþekkt á fjórum snubbóttum blöðum í hverjum blaðkransi.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Annars staðar á Norðurlöndum var það almenn trúa manna, að væri henni stráð á gólf eða sætu menn á henni, ylli hún missætti og jafnvel áflogum. Nafnið þrætugras er af því sprottið. Rótin er notuð til þess að lita rautt, enda er hún náskyld krapprótinni frá Austurlöndum, sem er mjög kunn sem litagjafi. Þurrkuð og söxuð möðrurót er lögð í vatn í tvo sólarhringa. Þegar vatnið er orðið volgt er bandið látið í löginn og soðið ásamt rótinni í eina klst. Bandið er ekki tekið upp úr og þvegið fyrr en lögurinn er orðinn kaldur. Rauði liturinn verður einkarfagur sé bandið áður litað gult.Um önnur not af plöntunni, sjá gulmöðru.” (Ág. H.)
Útbreiðsla
Algeng á sunnan- og vestanverðu landinu en sjaldséðari annars staðar. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Asía, N Ameríka