Galium normanii

Ættkvísl
Galium
Nafn
normanii
Íslenskt nafn
Hvítmaðra
Ætt
Rubiaceae (Möðruætt)
Samheiti
Galium pumilum subsp. islandicum Sterner
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í margs konar valllendi, móum, mosaþembum og þurrum bölum, stundum á melum eða í klettum.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní
Hæð
0.05-0.15 m
Vaxtarlag
Stönglar ferstendir með upphleyptum köntum, jarðlægir eða uppsveigðir, fíngerðir, yfileitt marggreindir, yfirleitt hárlausir en stum stutthærðir neðan til, 5-15 sm.
Lýsing
Blöðin eilítið snörp, kransstæð, 6-8 í hverjum kransi, broddydd, lensulaga og breiðust framan til, 5-10 mm á lengd.Marggreindar, samsettar blómskipanir eru í blaðöxlum efri blaða. Blómskipanirnar jafnan nokkuð gisnar. Blómin hvít eða gulhvít. Krónan 3-4 mm í þvermál, samblaða með fjórum útréttum, krossstæðum flipum. Bikarinn hárlaus. Fræflar fjórir og ein fræva með klofnum stíl. Aldinið tvíkleyft, krókhært klofaldin, nær slétt og hárlaust. Blómgast í júní. LÍK/LÍKAR: Krossmaðra áþekk. Hvítmaðran þekkist frá henni á fjölda blaða í krandi (a.m.k. sex í hverjum kransi) og frambreiðum, broddyddum blöðum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Mjög algeng um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norgegur