Galium palustre

Ættkvísl
Galium
Nafn
palustre
Íslenskt nafn
Mýramaðra
Ætt
Rubiaceae (Möðruætt)
Samheiti
Galium palustre aggr.Galium palustre aggr. ""Sammelart""Galium reuteri W. KochGalium palustre subsp. caespitosum (G. Mey.) Oberd.Galium palustre var. caespitosum G. Mey.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í mýrlendi.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júlí-ág.
Hæð
0.05-0.25 m
Vaxtarlag
Stönglar þráðmjóir, greindir, ferstrendir og oft nokkuð snarpir vegna krókþorna, 5-25 sm á lengd.
Lýsing
Blöðin í fjórblaða krönsum, snubbótt, öfuglensulaga, allsnörð vegna randhærðra krókþorna.Blómin fjórdeild, hvít, krónan með fjórum flipum, 2-3 mm í þvermál. Fræflar dumbrauðir, oftast fjórir. Blómgast í júlí-ágúst.Þekkist frá krossmöðru á blöðunum sem eru með mjög áberandi miðsteng á hverju blaði.
Heimildir
1,3,9, HKr
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæf, aðeins fundin á örfáum stöðum hérlendis, t.d. á Stokkseyri og í Flóanum.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Alsír, Argentína, Ásralía, Evrópa, Indónesía, Nýja Sjáland, N Ameríka ov.