Galium trifidum

Ættkvísl
Galium
Nafn
trifidum
Íslenskt nafn
Þrenningarmaðra
Ætt
Rubiaceae (Möðruætt)
Samheiti
Galium brandegei A. GrayGalium ruprechtii Pobed.Galium taquetii H.Lév.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex við tjarnir, á flæðiengjum og í mýrum innan um mosa og starir.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.03-0.12 m
Vaxtarlag
Stönglar strendir, þráðmjóir, greindir, jarðlægir eða uppréttir af stuðningi við aðrar jurtir, 3-12 sm á hæð (lengd).
Lýsing
Blöðin nokkuð missstór, kranstæð, fjögur saman í hverjum kransi, lensulaga, mjósporbaugótt eða öfugegglaga, frambreið og snubbótt með niðurorpnum, snörpum blaðjöðrum.Blómin hvít, fá saman, yfirleitt aðeins 2-3 í hverjum skúf, hvert blóm 1,5-2 mm i þvermál. Krónan samblaða, klofin í þrjá flipa. Bikarinn hárlaus. Þrír ljósgulir fræflar og ein fræva með klofnum stíl. Aldinið hárlaust. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Engar. Auðþekkt frá öðrum möðrum á þrídeildum blómum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Fremur sjaldgæf tegund en vex hér og þar um landið. Fundin á allmörgum stöðum dreift um landið nema á Suðausturlandi og Austfjörðum frá Mýrdal að Fljótsdalshéraði. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, N Ameríka, Evrópa