Galium verum

Ættkvísl
Galium
Nafn
verum
Íslenskt nafn
Gulmaðra
Ætt
Rubiaceae (Möðruætt)
Samheiti
Calathiana nivalis (L.) DelarbreHippion nivale (L.) F. W. Schmidt
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex á þurrum stöðum, þar sem sólar nýtur, á grónum grundum, í mólendi og kjarri og víðar.
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.12-0.30 m
Vaxtarlag
Skriðulir rauðleitir jarðstönglar. Ofanjarðarstönglar uppréttir, strendir, ofurlítið dúnhærðir, greindir ofan til, 12-30 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin 6-10 saman í krönsum, striklaga, broddydd, með niðurorpnar rendur, 8-20 mm á lengd, dökkgræn og gljáandi á efra borði, ljósgræn og hærð á neðra borði.Blómin fjórdeild, gul, ilmandi, 3-4 mm í þvermál, mörg saman á greindum blómskipunum úr efri blaðöxlunum. Krónublöðin, krossstæð, oddmjó, samgróin neðan til. Fræflar fjórir og ein fræva með klofinn stíl. Tvíkleyf klofaldin á beinum leggjum, slétt og hárlaus. Blómgast í júní-júlíLÍK/LÍKAR: Engar. Auðþekkt í blóma. Lauf áþekk öðrum möðrum en mismörg í kransi eftir tegundum (sjá aðrar tegundir).
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
Maðran örþreyttum léttir lúa, segir Eggert Ólafsson og hefur plantan því verið nefnd ólúagras. Af blómum var gott svitadrífandi meðal, væri það drukkið heitt að kveldi. Þótti líka gott við flogaveiki og ýmsum sinateygjum. Smásöxuð og soðin með nýju, ósöltu sauðasmjöri (2 hlutar af jurtinni á móti 4 hlutum af smjörinu) er hún besti áburður á bilaðar og krepptar sinar. Duft af rót og blöðum stemmir blóð úr sárum. Rótin var oft notuð til litunar.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Algeng um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, N Ameríka, Evrópa, Afríka ov.