Gentiana nivalis

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
nivalis
Íslenskt nafn
Dýragras (arnarrót, bláinn)
Ætt
Gentianaceae (Maríuvandarætt)
Samheiti
Hippion nivale (L.) F. W. Schmidt
Lífsform
Einær jurt
Kjörlendi
Vex í margs konar þurru mólendi, snögggrónum flötum og bollum.
Blómalitur
Djúpblár
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.04-0.10 m
Vaxtarlag
Hárlaus einær tegund með upprétta, greinda, granna, strenda stöngla, 4-10 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin gagnstæð, stilklaus, oddbaugótt eða egglaga, lítil (6-9 mm) og heilrend. Krónublöðin djúpblá, djúpydd í endann svo blómin líta út sem lítil stjarna, oft stirnir á hana eins og hún sé sáldruð gulli. Blómin fimmdeild, 7-8 mm í þvermál. Bikarinn 1-2 sm, hlutfallslega stór, klofinn niður í þriðjung í 5 oddmjóa flipa með dökkan kjöl. Fræflar 5 með gulhvíta frjóhnappa. Ein oddmjó fræva með einum stíl. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Maríuvendlingur er auðgreindur frá dýragrasi á ljósari, fjórdeildum blómum auk þess sem bikarinn er klofinn miklu lengra niður.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
?Var áður nefnt digragras og kann dýragras að vera afbökun á því. Krónan opnast aðeins að fullu í sól eða góðri birtu um hádaginn og þarf lítið til, að plantan loki blómi sínu. Hefur hún því verið kölluð karlmannstryggð. Hún er einnig nefnd arnarrót og bláinn. Til er sú trú, að hún vaxi þar sem huldufólk býr.? (Ág.H.)
Útbreiðsla
Nokkuð algengt um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Kanada, Evrópa, Grænland, Nýja Sjáland, N Ameríka ov.