Gentianella amarella

Ættkvísl
Gentianella
Nafn
amarella
Ssp./var
ssp. septentrionalis
Höfundur undirteg.
(Druce) N.M. Pritchard, Watsonia 4: 235 (1960)
Íslenskt nafn
Grænvöndur
Ætt
Gentianaceae (Maríuvandarætt)
Samheiti
Gentianella amarella subsp. druceana Pritchard
Lífsform
Einær jurt
Kjörlendi
Vex í þurru-meðalröku graslendi, brekkum og móum.
Blómalitur
Grænblár-gulhvítur
Blómgunartími
Ágúst
Hæð
0.08-0.25 m
Vaxtarlag
Einær ljósgræn jurt, allt að 25 sm á hæð. Stönglar strendir, marggreinóttir, uppréttir, blöðóttir og oft með fjólubláum blæ. Öll plantan hárlaus.
Lýsing
Blöðin gagnstæð, heilrend, stilklaus eða því sem næst, lensulaga eða egglensulaga, 1,5-2 sm á lengd; Blómin fimmdeild, grænbláleit eða gulhvít, nokkur saman á löngum leggjum úr blaðöxlunum. Krónan pípulaga, 1,5-2 sm á lengd og 4-5 mm á breidd, skert niður í fjórðung. Krónublöðin gulgræn eða grænhvít, með þráðlaga, hvíta ginleppa að innanverðu við opið á krónupípunni. Bikarinn oft um helmingi styttri en krónan, skertur niður fyrir miðju. Fimm grænir bikarflipar, lensulaga, odddregnir, afar mislangir, þeir lengstu jafnlangir eða ívið lengri en krónan. Blómgast í ágúst. LÍK/LÍKAR: Maríuvöndur. Grænvöndurinn auðþekktur á því að bikar er með fimm granna flipa en einnig á lit blóma. Blómlitur er þó nokkuð breytilegur því sumir maríuvendir eru með ljós eða jafnvel hvít blóm.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Nokkuð algeng um land allt en þó ekki á miðhálendinu. Algengastur við Eyjafjörð og á Fljótsdalshéraði. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Bretland