Gentianella campestris

Ættkvísl
Gentianella
Nafn
campestris
Ssp./var
ssp. islandica
Höfundur undirteg.
(Murb.) Löve & Löve
Íslenskt nafn
Maríuvöndur
Ætt
Gentianaceae (Maríuvandarætt)
Samheiti
= Gentianella campestris subsp. campestris sec. BfN - FloraWeb DB, 2003.
Lífsform
Tvíær jurt
Kjörlendi
Vex í þurri harðbalajörð, gilkinnungum og brekkum.
Blómalitur
Dökkfjólublár
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.05-0.20 m
Vaxtarlag
Tvíær jurt, 5-20 sm á hæð. Stönglar hárlausir, blaðfáir, stinnir, ferstrendir með upphleyptum strengjum, oft greindir ofan til. Öll plantan áberandi blámenguð.
Lýsing
Grunnblöðin, niðurmjó, spaðalaga og bogstýfð oftast 1-2 (-3) sm á lengd, hárlaus og heilrend. Blöð á miðjum stöngli spaðalaga eða aflöng, fremur snubbótt. Efstu blöðin egglensulaga, langegglaga, ydd eða jafnvel hvassydd.Blómin dökkfjólublá, stök eða nokkur saman á stöngulendum. Krónan pípulaga, um 2-2,5 sm á lengd. Krónufliparnir með hárkenndum ginleppum að innanverðu. Bikarinn djúpklofinn, tveir ytri fliparnir breiðir (5-7 mm), þeir innri miklu mjórri. Fjórir fræflar, ein fræva með tvíklofnu fræni. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Engjavöndur & grænvöndur. Maríuvöndur er auðgreindur frá þeim á tveim breiðum bikarblöðum. Auk þess er hann með fjólublárri blómum og áberandi fjólublámenguðum stönglum og blöðum.
Heimildir
1,2,3,9,HKr
Reynsla
“Alhliða lækningajurt fyrrum við hjartveiki, matarólyst, vindgangi og uppþembingi (þar af nafnið kveisugras), ormum, blóðlátum, sinateygjum, köldu og gikt. Búa má til dropa af rótinni með því að láta smáskorna bita af henni liggja við yl í sterkasta brennivíni í sex daga og sía hið þunna frá.” (Ág.H.)"Sé maríuvöndur, eða kveisuskúfur, borinn í lófa varnar hann því að reiðhestur manns þreytist. Einnig er frá því greint í þjóðsögum að maríuvöndurinn, sem sumir kalla hulinshjálmsgras, vaxi í kirkjugörðum. Taka skal jurtina um messutíma en skvetta fyrst yfir hana vígðu vatni. Gæta verður þess að snerta ekki maríuvöndinn með berum höndum og láta ekki sól skína á hann. Geyma skal jurtina í hvítu silki og helguðu messuklæði. Þegar menn vilja svo varpa yfir sig hulinshjálmi skulu þeir gera krossmark umhverfis sig í fjórar áttir, bregða svo maríuvendinum yfir sig og mun þá enginn sjá þá." (Vísindavefur)
Útbreiðsla
Nokkuð algengur á láglendi um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa