Geranium sylvaticum

Ættkvísl
Geranium
Nafn
sylvaticum
Íslenskt nafn
Blágresi (storkablágresi, litunargras)
Ætt
Geraniaceae (Blágresisætt)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í bollum og hvömmum, í giljum og hlíðum, skóglendi og snjódældum til fjalla. Verður stærst í friðuðu kjarr- eða blómlendi.
Blómalitur
Fjólublár
Blómgunartími
Júní-ágúst
Hæð
0.20-0.70 m
Vaxtarlag
Gáróttir, blöðóttir stönglar vaxa upp af skriðulum jarðstönglum, 20-50 (-70) sm á hæð. Ein fegursta og stærsta skrautjurt landsins.
Lýsing
Blöðin stór, 5-7 handskipt með flipóttum og tenntum blaðhlutum. Efri hluti stönguls og bikarblöð eru kirtilhærð. Stofnblöðin á löngum stilk, gishærð, djúpt handskipt, fliparnir margskertir og tenntir.Blómin fjólublá með fimm stórum krónublöðum, 1,5-2,5 sm í þvermál. Krónublöðin stundum hvít eða rósrauð (f. albiflora, f. rubriflora). Krónan lausblaða. Bikarblöðin græn með breiðum himnufaldi, broddydd með 2-3 mm löngum broddi. Fræflar 10. Einn stíll með fimmskiptu fræni. Aldin með langa trjónu sem klofnar við þroska í fimm ræmur er vefjast upp í sveig neðan frá og fylgir hverjum hluta eitt fræ. Blómgast í júní. Blágresið er í eðli sínu skógarjurt, og hefur eflaust verið miklu útbreiddara á meðan birki- og víðikjarr klæddi landið. Það hefur einkum þraukað í dældum, þar sem snjórinn veitir því skjól á vetrum.LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
?Seyði af blöðum er sagt eyða blöðrusteini og hvítum klæðaföllum og þykir gott við niðurgangi. Einnig má lita svart með blöðum, séu þau soðin með sortu (rotnaðar plöntuleifar í mýrum) eins og nafnið sortugras bendir til. Litunargras er dregið af því, að fyrrum var litað blátt með jurtinni, en aðferðin gleymdist þegar indígó var flutt til landsins. Stutt lýsing á því er þó í Gandreið Jóns Daðasonar (1606-1676).? (Ág.H.)
Útbreiðsla
Nokkuð algengt um mestan hluta landsins. Oft sem undirgróður í birkiskógum landsins og víða í skólsælum brekkum og hvömmum eða snjódældum til fjalla. Finnst það alloft upp í 700 m hæð á hálendinu. Einna algengast á Austurlandi.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, temp. Asía og ílend í N Ameríku