Geum rivale

Ættkvísl
Geum
Nafn
rivale
Íslenskt nafn
Fjalldalafífill
Ætt
Rosaceae (Rósaætt)
Samheiti
Geum nutans Raf.Geum rivale subsp. islandicum Á.Löve & D.Löve
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex best í rökum og gróskumiklum lautum, móum, bollum og gilhvömmum.
Blómalitur
Holdrauður-purpurarauður með dekkri æðar
Blómgunartími
Júní-júlí
Vaxtarlag
Mjúkhærð jurt sem vex upp af gildum jarðstöngli. Stönglar uppréttir eða skástæðir, 20-45 sm á hæð. Vöxtur jarðstöngla fer aðallega fram til enda og vaxa þeir því upp úr moldinni smám saman. Jarðstöngull oftast að mestu hulinn af stórum, legglöngum, bleðlóttum blöðum.
Lýsing
Stofnblöðin fjöðruð, bilbleðlótt, með stórum djúpflipuðum, snubbóttum endableðli. Smáblöðin gróftennt, loðin. Stöngulblöðin þrískipt, með tenntum flipum og axlablöðum við fótinn, Blómin fimmdeild, en stundum ofkrýnd. Þau eru hlutfallslega stór og drúpandi úr efri blaðöxlum, 1 ,5-2 sm í þvermál. Krónublöðin naglmjó og frambreið, snubbótt, í fyrstu rauðgul en síðar holdrauð með dökkum æðum. Bikarblöðin rauðbrún-dökkrauð, þríhyrnd og hærð. Milli þeirra eru mjó og útsperrt utanbikarblöð. Margir fræflar með gular frjóhirslur. Frævur margar með loðinni trjónu sem lengist mjög þegar aldin þroskast. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9,HKr
Reynsla
“Rótin geymir ýmis ilm-og bragðefni, sem voru notuð sem krydd bæði í mat og drykk (engjanegulrót). Hún þykir og styrkjandi, köldueyðandí og svitaleiðandi, og er því góð til þess að öðlast þrótt eftir niðurgang og farsóttir. Einnig brúkaðist hún við matarólyst, blóðsótt og til þess að strá í vond sár. Af rótinni má bæði gera duft og seyði.Fjalldæla, biskupshattur og sólsekvía eru gömul nöfn á tegundinni.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Mjög algengur um land allt en ekki þó á Suðausturlandi, þar finnst hann ekki á stórum svæðum.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Balí, Mexíkó, Kanada, Kína, Færeyjar, N Ameríka.