Glyceria fluitans

Ættkvísl
Glyceria
Nafn
fluitans
Íslenskt nafn
Flóðapuntur
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
Festuca loliacea Huds.Glyceria loliacea (Huds.) Fr.Molinia fluitans (L.) Hartm.Poa fluitans Scop.Glyceria fluitans var. fallax Wein
Lífsform
Fjölær grastegund, einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í votlendi, í grunnum tjörnum, síkjum og skurðum.
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.50 - 1 m
Vaxtarlag
Skriðull jarðstöngull með renglum og uppsveigðum, gildum stráum (4-6 mm í þm), 50-100 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin snörp framan til á neðra borði, breið (5-8mm) með flatvöxnum slíðrum og mjókka ört fram. Slíðurhimnan um 6 mm löng, sundurtætt. Blöðin 4-10 mm breið. Slíðurhimnan 6-10 mm löng.Punturinn langur, frekar gisinn og grannur. Puntgreinar uppréttar og aðlægar fyrir og eftir blómgunina, en útsperrtar um blómgunartímann. Smáöxin sívöl, 8-12-blóma, 10-25 mm á lengd. Smáöxin fá á hverri grein, einhliðstæð með nokkru millibili. Axagnir himnukenndar, grænleitar eða glærar og frekar stuttar eða 2-4 mm. Neðri blómögn græn, 5-7 tauga, með sljóum, þrítenntum eða slitróttum oddi, stutthærð, himnurend ofan til, 5-7 mm á lengd. Frjóhnapparnir fjólubláir og um 2 mm á lengd. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, Clayton, W.D., Harman, K.T. and Williamson, H. (2006 onwards). GrassBase - The Online World Grass Flora. http://www.kew.org/data/grasses-db.html. [accessed 02 Feb. 2007]; http://www.pfaf.org/database/plants.php?Glyceria+fluitans
Reynsla
“Þykir hið besta fóður fyrir búpening og sennilega hefur plantan verið flutt hingað til lands í því skyni. Korn flóðapuntsins er gott til manneldis og hefur verið líkt við manna, sem rigndi niður í eyðimörkinni og var kallað mannagrjón”. (Ág.H.)
Útbreiðsla
Aðeins á Suðurlandi. Algengur á nokkru svæði í Flóanum og þar fyrir austan. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Afríka, temp. Asía, Ástralía, Nýja Sjáland, N Ameríka og S Ameríka.