Vex í votlendi, í grunnum tjörnum, síkjum og skurðum.
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.50 - 1 m
Vaxtarlag
Skriðull jarðstöngull með renglum og uppsveigðum, gildum stráum (4-6 mm í þm), 50-100 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin snörp framan til á neðra borði, breið (5-8mm) með flatvöxnum slíðrum og mjókka ört fram. Slíðurhimnan um 6 mm löng, sundurtætt. Blöðin 4-10 mm breið. Slíðurhimnan 6-10 mm löng.Punturinn langur, frekar gisinn og grannur. Puntgreinar uppréttar og aðlægar fyrir og eftir blómgunina, en útsperrtar um blómgunartímann. Smáöxin sívöl, 8-12-blóma, 10-25 mm á lengd. Smáöxin fá á hverri grein, einhliðstæð með nokkru millibili. Axagnir himnukenndar, grænleitar eða glærar og frekar stuttar eða 2-4 mm. Neðri blómögn græn, 5-7 tauga, með sljóum, þrítenntum eða slitróttum oddi, stutthærð, himnurend ofan til, 5-7 mm á lengd. Frjóhnapparnir fjólubláir og um 2 mm á lengd. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, Clayton, W.D., Harman, K.T. and Williamson, H. (2006 onwards). GrassBase - The Online World Grass Flora. http://www.kew.org/data/grasses-db.html. [accessed 02 Feb. 2007]; http://www.pfaf.org/database/plants.php?Glyceria+fluitans
Reynsla
“Þykir hið besta fóður fyrir búpening og sennilega hefur plantan verið flutt hingað til lands í því skyni. Korn flóðapuntsins er gott til manneldis og hefur verið líkt við manna, sem rigndi niður í eyðimörkinni og var kallað mannagrjón”. (Ág.H.)
Útbreiðsla
Aðeins á Suðurlandi. Algengur á nokkru svæði í Flóanum og þar fyrir austan. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Afríka, temp. Asía, Ástralía, Nýja Sjáland, N Ameríka og S Ameríka.