Gnaphalium uliginosum

Ættkvísl
Gnaphalium
Nafn
uliginosum
Íslenskt nafn
Grámygla
Ætt
Asteraceae (Körfublómaætt)
Samheiti
Basionym: Filaginella uliginosa
Lífsform
Einær jurt
Kjörlendi
Vex í leirflögum eða mosabreiðum við hveri og laugar.
Blómalitur
Ljósgulleitur
Blómgunartími
Júlí-ág.
Hæð
0.05-0.12 m
Vaxtarlag
Einær jurt, stönglar uppréttir, marggreindir, blaðmargir og hvítlóhærðir, 5-12 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin gagnstæð, lensulaga eða striklaga, breiðust ofan til, þéttlóhærð, 10-20 mm á lengd og 2-4 mm á breidd.Blómin nokkur saman í litlum, þéttstæðum körfum úr blaðöxlum ofan til á stönglum. Körfurnar eru meðal þeirra smæstu innan ættarinnar. Reifablöðin odddregin, himnukennd og brúnleit ofan til, en græn með purpurarauðri rönd neðst. Krónupípan 1-1,5 mm á lengd, mjög grönn (0,1-0,2 mm), gulgræn að lit. Bikarinn ummyndaður í hárkrans. Blómgast ljósgulleitum blómum í júlí-ágúst.LÍK/LÍKAR: Grámulla. Grámyglan þekkist best á hinum marggreinda stöngli, og að stofnstæðu blaðhvirfingarnar vantar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Sjaldgæf, vex aðeins á fáeinum stöðum á sunnanverðu landinu við jarðhita. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, Evrópa