Harrimanella hypnoides

Ættkvísl
Harrimanella
Nafn
hypnoides
Íslenskt nafn
Mosalyng
Ætt
Ericaceae (Lyngætt)
Samheiti
Cassiope hypnoides (L.) D. Don
Lífsform
Dvergrunni
Kjörlendi
Vex til heiða og fjalla í snjódældum, snöggum bölum og rökum brekkum og mólendi, oft í þéttum breiðum. Finnst síður á láglendi.
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0.02-0.10 n
Vaxtarlag
Örsmár, jarðlægur, marggreindur, sígrænn smárunni, sem líkist mosa við fyrstu sýn. Sprotar uppsveigðir, 2-10 sm á lengd. Blaðsprotar þéttblöðóttir.
Lýsing
Blöðin eru smá, barrlík og sígræn, heilrend og odddregin, 2-3 mm á lengd. Blaðrendur niðurorpnar eins og algengt er meðal tegunda af lyngættinni. Blómin drúpandi, bjöllulaga, 5-7 mm í þvermál, endastæð á löngum, fínhærðum, dumbrauðum blómleggjum sem eru 6-12 mm á lengd. Krónan hvít eða gulhvít, samblaða, djúpklofin, krónufliparnir snubbóttir. Bikarblöðin u.þ.b. helmingi styttri en krónublöðin, dökkrauð og oddmjó. Fræflar 10 með tveim löngum, þráðmjóum hornum út úr frjóhirslunum. Ein fimmblaða fræva sem myndar hýðisaldin við þroskun. Aldinið opnast með fimm langrifum. Hýðisleggir uppréttir. Blómgast í maí-júní. LÍK/LÍKAR: Engar. Auðþekkt á sínum smáu, drúpandi bjöllulaga blómum með rauðum bikarblöðum.
Heimildir
1,2,3,9
Útbreiðsla
Algengt um land allt upp til fjalla og heiða.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Evrópa (Norgegur, Svíþjóð, Finnland t.d.), smávegis í N Ameríku