Hieracium alpinum

Ættkvísl
Hieracium
Nafn
alpinum
Íslenskt nafn
Fellafífill
Ætt
Asteraceae (Körfublómaætt)
Samheiti
Hieracium crispum Elfstr.Hieracium gymnogenum (Zahn) Juxip
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Graslendi, bollar, hlíðar og grónar gilbrekkur eða mólendi.
Blómalitur
Fagurgulur
Blómgunartími
Júní-júlí (ág.)
Hæð
5-20 cm
Vaxtarlag
Lágur og loðinn undafífill, 15-20 sm. á hæð. Stönglar dökkir, ýmist greindir eða kvíslgreindir, oft með einu blaði. Körfur stakar á stöngulenda, mismunandi þétthærðir og langhærðir með kirilhárum á stangli.
Lýsing

Blöðin flest í hvirfingu við grunn, öfugegglaga, oddbaugótt eða lensulaga, ofurlítið tennt, dragast jafnt saman að stilknum. Hver karfa 2,5-3,5 sm í þvermál. Blómin öll tungukrýnd, fagurgul. Fræflar 5 í hring utan um stílinn sem er með klofið fræni. Reifablöðin grænsvört, kafloðin. Geldæxlun. Biður með löngum, þéttum, dökkgráum eða ljósleitum hárum. 2n = 27LÍK/LÍKAR: Fellafífillinn er lægri og loðnari en flestir aðrir undafíflar.

Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Algengur um land allt, einkum til fjalla. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, Mexíkó, Evrópa